þri 15. apríl 2014 22:00
Alexander Freyr Tamimi
Heimild: DV 
Sóley Tómasdóttir vill ekki setja meiri pening til Fylkismanna
Verið er að byggja nýja stúku við Fylkisvöll.
Verið er að byggja nýja stúku við Fylkisvöll.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík, er mjög ósátt með að Reykjavíkurborg sé að verja meiri peningum í kaup á sætum í áhorfendastúku á Fylkisvöll.

Fylkismenn hafa verið að byggja nýja áhorfendastúku og hefur félagið fengið til þess pening úr borgarsjóði. Fyrst fékk Fylkir 90 milljónir og nú vill félagið fá fjórar í viðbót, og er Sóley mjög ósátt með að meira fjármagni verði varið í þetta verkefni.

„Í samningnum sem gerður var 2012 er skýrt kveðið á um að það yrðu ekki meiri peningar settir í verkið. Fylkismenn sóru og sárt við lögðu að þeir myndu nýta þessa peninga almennilega og ekki biðja um meira. Samt gera þeir það og samt verða borgaryfirvöld við óskinni,“ segir Sóley í samtali við DV.

Hún lagði fram bókun vegna tillögunar um þessar auka fjórar milljónir á fundi borgarstjórnar í dag og segist hún ekki geta samþykkt frekari fjárveitingar til stúkubygginga.

Segir hún í bókuninni:

„Þegar hefur 90 milljónum króna verið varið til verksins með fögrum fyrirheitum um ráðdeild og sparnað við framkvæmdirnar, en allt kemur fyrir ekki, nú á að bæta enn frekar í. Á meðan leik- og grunnskólastarf fer fram við þröngan kost, viðhaldi skólabygginga er stórlega ábótavant og aðstaða til íþróttaiðkunar í yngri flokkum er víða slæm er óréttlætanlegt með öllu að frekara fjármagni verði varið í nógu þægileg sæti fyrir áhorfendur meistaraflokks Fylkis.“

Sóley segir að þetta gerist ítrekað.

„Málið er að þetta gerist æ ofan í æ að íþróttafélög fá styrki og svo þarf að bæta í aftur og aftur. Þetta er mjög einkennileg forgangsröðun.“
Athugasemdir
banner
banner
banner