Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 15. apríl 2014 12:00
Jóhann Ólafur Sigurðsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Vil ég að Liverpool verði meistari?
Jóhann Ólafur Sigurðsson
Jóhann Ólafur Sigurðsson
Gerrard og Flanagan í smá faðmlögum.
Gerrard og Flanagan í smá faðmlögum.
Mynd: Getty Images
Coutinho fagnar markinu mikilvæga á sunnudag.
Coutinho fagnar markinu mikilvæga á sunnudag.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool.
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Flestir sem þekkja mig vita að ég er gallharður stuðningsmaður Manchester United. Vegna þess á ég í miklum vandræðum með að velja mér lið til að “halda” með í baráttunni um titilinn á Englandi.

Manchester City og Chelsea eru táknmynd ofurríku einstaklingana sem hafa eignast allt of mörg lið á undanförnum árum og pumpað endalausu fjármagni í þau. Á meðan er Liverpool það lið sem stór hluti vina minna heldur með og hefur verið gaman að fylgjast með lélegu gengi þeirra á meðan mitt lið hefur unnið hvern bikarinn á fætur öðrum, en í dag hefur þetta breyst örlítið. Hvað skal þá gera?

Undanfarnar vikur hef ég barist við þessa ákvörðun og nánast daglega breytist val mitt. Að endingu hef ég ákveðið að vona að Liverpool vinni titilinn, þó mér finnist eins og innst inni vilji ég aðeins að eitthvað annað lið nái að stela titlinum frá þeim. Fyrir mig, og fyrir aðra, langar mig aðeins að útskýra þessa ákvörðun mína.

Steven Gerrard
Maðurinn hefur unnið nánast allt sem hægt er að vinna, nema ensku deildina. Hann hefur orðið enskur bikarmeistari tvisvar, unnið deildarbikarinn þrisvar, góðgerðarskjöldinn tvisvar, Meistaradeild Evrópu einu sinni og UEFA Cup einu sinni. Hann vantar hins vegar það sem myndi kóróna feril hans algjörlega, enska meistaratitilinn. Ég tel hér ekki með heimsmeistarakeppnina þar sem England mun jú aldrei hampa þeim bikar á ný. Ég held að það sé óhætt að segja að þessi ótrúlegi leikmaður eigi hann skilið.

Besta sóknarliðið – frábær fótbolti
Sem einlægur aðdáandi fallegrar og skemmtilegrar knattspyrnu þá er erfitt fyrir mig að líta framhjá þeirri staðreynd að Liverpool hefur skorað flest mörk allra liða í deildinni, eða 93 talsins. Sjö mörkum meira en næsta lið, Manchester City. Liverpool þurfa “aðeins” að skora ellefu mörk í síðustu fjórum leikjum sínum til að bæta markamet Chelsea, sem skoraði 103 mörk tímabilið 2009/10. Það er ekki skrítið að Liverpool hefur skorað þetta mörg mörk, enda með leikmenn eins og Luis Suarez, Daniel Sturridge, Steven Gerrard, Raheem Sterling og Philippe Coutinho innanborðs.

“Litla” liðið í baráttunni um titilinn
Það er auðvitað fáránlegt að segja að Liverpool sé “litla” liðið, enda saga þess ótrúleg og velgengnin í gegnum tíðina eftir því. Engu að síður hefur Liverpool ekki unnið enska titilinn síðan tímabilið 1989/90 og því aldrei unnið Ensku úrvalsdeildina. Það er þó ekki allt. Liverpool er einnig að berjast við tvö lið um titilinn sem hafa eytt ógrynni peninga undanfarin ár í að byggja upp lið sín og virðist eins og nánast endalaust fjármagn sé til staðar, þá sérstaklega hjá Manchester City. Á meðan hefur Liverpool eytt sínum peningum gríðarlega vel og byggt upp liðið með “ódýrum” leikmönnum. Fyrir utan kannski kaupin á Andy Carroll. En hey, það var bara peningur sem fékkst fyrir Torres svo þeir “töpuðu” engu á því.

Sofandi risi
Það má færa rök fyrir því að Liverpool sé sofandi risi. Þrátt fyrir að hafa unnið ýmislegt á 21. öldinni þá hefur liðið ekki verið nálægt því að vera eins sterkt og það var á árum áður. Einhver breyting virðist vera á því nú. Sigur í deildinni mun án efa hafa gríðarlega góð áhrif á félagið og hver veit, kannski yrði það bara byrjunin á nýju blómaskeiði hjá félaginu. Væri það ekki nokkuð magnað ef nýtt blómaskeið hæfist loks þegar helsti óvinur félagsins, Sir Alex Ferguson, hættir störfum hjá helsta keppinauti þess? Þrátt fyrir að vera stuðningsmaður þess félags, þá er ég það veikur fyrir sofandi risum að ég vonast eftir upprisu Liverpool.

Verður sami möguleiki fyrir félagið að vinna deildina aftur næstu ár?
Árið í ár er kjörið tækifæri fyrir Liverpool að vinna loks Ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn. Manchester United er í bölvuðum vandræðum og Arsenal hefur enn og aftur brugðist í baráttunni. Því eru raunverulegir andstæðingar félagsins aðeins tveir, Manchester City og Chelsea, a.m.k. á þessu ári. Öll þessi fjögur lið eiga eftir að styrkja sig mikið fyrir næsta tímabil, sérstaklega ef Liverpool verða meistarar. Svo virðist sem þessi fjögur lið hafi meiri pening til nota en Liverpool og því er hættan alltaf sú að þau fari fram úr félaginu á ný. Á sama tíma má ekki útiloka Liverpool undir stjórn Brendan Rodgers. Hann hefur sýnt að hann er ótrúlegur stjóri og félagið hefur sýnt á undanförnum árum að hægt er að setja saman meistaralið með minna fjármagni.

Það eru skemmtilegir tímar framundan!

Pistillinn birtist upphaflega á Sportblogginu
Athugasemdir
banner
banner
banner