þri 15. apríl 2014 21:13
Alexander Freyr Tamimi
Wenger: Það var gríðarleg pressa á okkur
Arsene Wenger.
Arsene Wenger.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ánægður með 3-1 sigur sinna manna gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Arsenal lenti 1-0 undir en tókst að snúa taflinu sér í vil. Var Wenger ánægður með sína menn andlega.

,,Mér fannst við byggja á sigurinn með stöðugleika í okkar spilamennsku. Aðalatriðið í kvöld var að komast í 1-1 fyrir leikhlé," sagði Wenger.

,,Þetta var baráttusigur og ég naut þessa sigurs mjög, því við þurfum að hafa fyrir hlutunum á laugardag."

,,Aaron Ramsey er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur, hann hefur þessa orku og drifkraft. Hann kemur manni líka á óvart með leikskilningi sínum á þriðja hluta vallarins."

,,Það eru allir undir pressu að standa sig vel, og það besta er að einbeita sér bara að eigin frammistöðu og sjá hvert það fleytir okkur."

,,Það var gríðarleg pressa að vinna þennan leik og auk þess var þetta grannaslagur. Þetta var erfitt eftir að hafa gefið svona mikið í leikinn á laugardag. Kannski hefðum við átt að skora meira, en ég var sáttur með andlegu hliðina í kvöld. Einbeitningin var frábær."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner