Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 15. apríl 2014 20:00
Alexander Freyr Tamimi
Wilmots skrifar undir nýjan samning við Belgíu
Wilmots verður með Belgíu næstu fjögur árin.
Wilmots verður með Belgíu næstu fjögur árin.
Mynd: Getty Images
Marc Wilmots, landsliðsþjálfari Belgíu, hefur framlengt samning sinn við þarlent knattspyrnusamband til ársins 2018.

Wilmots tók við belgíska landsliðinu árið 2012 og hefur gengið í gegnum mikla uppsveiflu með liðinu.

Wilmots spilaði 70 landsleiki fyrir Belgíu sem leikmaður og kom liðinu á sitt fyrsta heimsmeistaramót í 12 ár í sumar.

Upphaflegur samningur hans gilti fram yfir EM 2016 og hefur hann nú ákveðið að vera allavega tveimur árum lengra með liðið.

Belgíska knattspyrnusambandið fagnar því að hann verði áfram með liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner