þri 15. apríl 2014 12:07
Elvar Geir Magnússon
Yaya Toure frá í tvær vikur
Yaya Toure er einn sá besti í enska boltanum.
Yaya Toure er einn sá besti í enska boltanum.
Mynd: Getty Images
Yaya Toure, miðjumaður Manchester City, verður frá í tvær vikur eftir meiðsli sem hann hlaut í tapinu gegn Liverpool á sunnudag.

Manuel Pellegrini segir að meiðslin hafi ekki verið eins alvarleg og óttast hafi verið en leikmaðurinn þurfi 10-14 daga til að ná sér.

Yaya Toure er einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar en hann missir af leik gegn Sunderland annað kvöld og leikjum gegn West Brom og Crystal Palace.

Vincent Kompany, fyrirliði City, er þó leikfær fyrir leikinn á morgun en hann er væntanlega ákveðinn í að sýna betri frammistöðu en hann gerði gegn Liverpool. Sergio Aguero er líka í leikmannahópnum.

City berst um enska meistaratitilinn við Liverpool og Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner