Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. apríl 2017 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Fyrstu 15 árin
Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Svona leit Fótbolti.net út þegar vefurinn opnaði fyrst 15. apríl 2002.
Svona leit Fótbolti.net út þegar vefurinn opnaði fyrst 15. apríl 2002.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árið 2005 voru ritstjórar Fótbolta.net fjórir.  Elvar Geir og Magnús Már sem eru í dag ritstjórar eru á endunum, og í miðjunni er Hjalti Þór Hreinsson ásamt undirrituðum sem er framkvæmdastjóri Fótbolta.net.
Árið 2005 voru ritstjórar Fótbolta.net fjórir. Elvar Geir og Magnús Már sem eru í dag ritstjórar eru á endunum, og í miðjunni er Hjalti Þór Hreinsson ásamt undirrituðum sem er framkvæmdastjóri Fótbolta.net.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allar lausar stundir eru nýttar til að vinna fréttaefni. Hér eru ritstjórarnir að taka upp Innkastið í langri rútuferð í Frakklandi síðasta sumar.
Allar lausar stundir eru nýttar til að vinna fréttaefni. Hér eru ritstjórarnir að taka upp Innkastið í langri rútuferð í Frakklandi síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skrifstofa Fótbolta.net á Krókhálsi 6.
Skrifstofa Fótbolta.net á Krókhálsi 6.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Maggi tekur viðtal við Pálma Rafn Pálmason leikmann KA árið 2003.
Maggi tekur viðtal við Pálma Rafn Pálmason leikmann KA árið 2003.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir og Tómas Þór Þórðarson við stjórn útvarpsþáttarins árið 2010.
Elvar Geir og Tómas Þór Þórðarson við stjórn útvarpsþáttarins árið 2010.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Ég hef eflaust ekki verið nema í kringum tíu ára gamall þegar ég fékk brennandi áhuga á fjölmiðlum og öllu sem þeim tengdist og þá sérstaklega ef það tengdist íþróttum.

Ég mætti á leiki með skrifblokk og punktaði hjá mér og stalst með litlu myndavélina hans pabba til að ná ljósmyndum af því sem fór fram líka.

Svona var þetta næstu árin. Þegar það kom að því að velja mér framhaldsnám datt mér ekki í hug að ég gæti lært eitthvað þessu tengt og fór fyrir tilviljun að læra bifvélavirkjun. Eitthvað sem ég hef engan áhuga á og sama hvað á myndi ganga væri ekki möguleiki á að fá mig til að hjálpa þér að gera við bílinn þinn.

Ég endaði svo á að vinna við pizzugerð í nokkur ár og rak mitt eigið fyrirtæki í þeim bransa í fjögur ár, eitthvað sem átti vel við mig og ég er alltaf tilbúinn að búa til góða pizzu fyrir hvern sem er.

Fjölmiðlaáhuginn blundaði samt alltaf þarna og þegar internetið var enn í flugtaki upp úr aldamótum fór ég að sjá tækifæri í að gera eitthvað úr þeim áhuga.

Ég fór að fikta við að búa til vef sjálfur sem átti að fjalla um Heimsmeistaramótið í Japan og Suður Kóreu árið 2002. Vinur minn sem rak veffyrirtæki sá hvað ég var að dunda og bauð mér að útvega mér hönnun og forritun fyrir fagmannlegri vef. Ég stökk á það tækifæri en þegar ég fór að skoða möguleikana ákvað ég að taka skrefið stærra. Í stað afmarkaðs vefs um HM 2002 ætlaði ég að gera almennan fréttavef um fótbolta.

Ég átti samt litla peninga og þegar ég fór að leita að léni fyrir nýja vefinn var ljóst að mér fannst of dýrt að kaupa lén með .is endingu og endaði á að kaupa lénið fotbolti.net. Þetta þótti undarlegt á þeim tíma en ég sé ekki eftir ákvörðuninni því það þekkja allir fótboltaáhugamenn þetta lén í dag.

15. apríl 2002 opnaði ég svo vefinn, sem þýðir að í dag fögnum við 15 ára afmæli.

„Finndu þér starf sem þú elskar og þú þarft aldrei að vinna aftur"
Ég veit ekki hver á þessi ummæli en ég held að ég geti fullyrt að þau eigi við hjá öllum sem starfa að Fótbolta.net.

Lykillinn á bakvið árin 15 er gott starfsfólk og þó ég meti þau öll mjög mikils þá er ljóst að framlag ritstjóranna, Magnúsar Más Einarssonar og Elvars Geirs Magnússonar í gegnum þennan tíma er ómetanlegt og ástæða þess hversu vinsæll og virtur fjölmiðill Fótbolti.net er. Magnaðir starfsmenn sem lifa fyrir starfið sitt.

Þetta eru orðin 15 ár sem hafa verið frábær tími. Það er orðið alveg ljóst að við höfum fest okkur í sessi og við verðum til um ókomna framtíð. Ég ætla ekki að lengja þennan pistil frekar en hér að neðan set ég nokkra áhugaverða punkta um þetta litla fyrirtæki til að gefa smá innsýn í okkar starfsemi.

Í tilefni 15 ára afmælisins verður stuttur og skemmtilegur fyrirlestur með kynningu á sögu og starfsemi Fótbolta.net á Hard Rock Cafe kjallaranum klukkan 18:00 í dag. Láttu endilega sjá þig ef þú vilt vita meira um okkur.

- Fyrsta fréttin á Fótbolta.net fjallaði um Ellert Danelíusson, utandeildarleikmann sem var að ná sér af meiðslum. Hana má sjá í hlekknum hér: Ellert leikfær. Fréttafjöldin síðan þá nálgast nú 230 þúsund!

- Magnús Már Einarsson ritstjóri er 28 ára gamall, hann hefur unnið meira en hálfa æfina við Fótbolta.net, 15 ár!

- Elvar Geir Magnússon, hinn ritstjórinn, hefur haldið úti útvarpsþættinum Fótbolta.net alla laugardaga frá árinu 2005. Hann hefur mjög sjaldan misst af þætti og þegar hann starfaði ekki við Fótbolta.net vefinn um fimm ára skeið hélt hann samt úti útvarpsþættinum. Tómas Þór Þórðarson fréttamaður hjá 365 hefur verið flest árin meðstjórnandi hans en hann hóf fréttamannsferil sinn á Fótbolta.net.

- Sá sem sér um forritun og vefþjóna Fótbolta.net hefur unnið við vefinn frá árinu 2003 og er í fullu starfi. Hann er Úkraínumaður og vinnur heiman frá sér þar í landi. Hann hefur aldrei komið til Íslands og enginn starfsmaður Fótbolta.net hefur hitt hann í eigin persónu.

- Fjórir leikmenn sem hafa verið í A-landsliðum Íslands undanfarin ár hafa verið fréttamenn á Fótbolta.net. Margrét Lára Viðarsdóttir, Alfreð Finnbogason, Gunnleifur Gunnleifsson og Guðbjörg Gunnarsdóttir.

- Fyrstu árin var rekstur Fótbolta.net mjög lítill og einkahlutafélagið sem heitir Fótbolti ehf, var ekki stofnað fyrr en 2007 og hefur verið í góðum rekstri öll árin.

- Umfjöllun um fótbolta kvenna eykst á hverju ári á Fótbolta.net. Árið 2016 voru helmingi fleiri fréttir og leikjaumfjallanir af fótbolta kvenna en árið 2015.

- Fyrstu mánuðina var ekkert stjórnborð á bakvið Fótbolta.net og allar fréttir uppfærðar handvirkt í minni tölvu. Heimir Gunnlaugsson sem forritaði fyrsta vefumsjónarkerfið á bakvið vefinn er í dag varaformaður Knattspyrnufélagsins Víkings.

- Elsti starfsmaður Fótbolta.net er Einar Ásgeirsson ljósmyndari. Hann verður 78 ára í sumar en myndar yfir 50 leiki á ári fyrir Fótbolta.net. Skemmtilegt frá að segja að eftir að hann byrjaði að mynda á Fótbolta.net kom í ljós að hann var í sveit hjá afa mínum og ömmu í gamla daga og hann hefur sagt mér fullt af sögum af þeim og fyrstu árum pabba.

- Um 100 þúsund lesendur koma á Fótbolta.net í hverri viku. 85% þeirra eru karlar, 15% konur. 75% koma í gegnum snjallsíma, 25% nota tölvu.

- Eigendur vefsins eru Hafliði Breiðfjörð framkvæmdastjóri (95%) og Magnús Már Einarsson ritstjóri (5%)

- Sigurbjörg Símonardóttir hefur séð um fjármál Fótbolta.net frá upphafi. Hún kom nokkrum sinnum í heimsókn til systur sinnar fyrsta sumarið og sá að 13 ára sonur hennar var alltaf í tölvunni. Hún spurði: 'Hvað er strákurinn alltaf að gera í tölvunni?' -'Hann er að skrifa á einhverja fótboltasíðu,' svaraði systirin. Þetta var Magnús Már ritstjóri Fótbolt.net en fyrir þetta vissu þær ekki þessa tengingu.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner