Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 15. apríl 2018 14:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Hannes og Kjartan Henry í tapliðum
Hannes Þór Halldórsson er aðalmarkvörður íslenska landsliðsins.
Hannes Þór Halldórsson er aðalmarkvörður íslenska landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur ekki gengið vel hjá Íslendingaliðunum í Danmörku það sem af er þessum degi.

Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson fékk á sig þrjú mörk þegar lið hans Randers tapaði 3-0 fyrir OB.

Gengi Randers á tímabilinu hefur verið afleitt og er liðið í hætu á að falla úr dönsku úrvalsdeildinni. Eftir tapið í dag er Randers í þriðja sæti í fallbarátturiðli dönsku úrvalsdeildarinnar. Liðin í þriðja og fjórða sæti í riðlinum fara í umspil þar sem barist verður fyrir áframhaldandi veru í deild þeirra bestu.

Randers er að fara í umspil um að halda sæti sínu þar sem liðið er 14 stigum frá OB, sem er í öðru sæti, þegar þrír leikir eru eftir.

Það verður því mikil pressa á Hannesi áður en HM hefst í júní.

Kjartan Henry Finnbogason er líklega á sínu síðasta tímabili hjá Horsens. Hann greindi frá þessu í viðtali við Fótbolta.net í síðustu viku. Hann spilaði með Horsens í dag í tapi gegn Álaborg.

Kjartan, sem er kominn með sex mörk á tímabilinu, var í byrjunarliðinu en var tekinn af velli á 73. mínútu, stuttu eftir fyrsta mark Aab. Álaborg vann leikinn 2-0.

Kjartan Henry og félagar eru í sjötta sæti í meistarariðli dönsku úrvaldeildarinnar og litlar líkur eru á því að liðið komist mikið ofar en það. Bröndby og Midtjylland eru að berjast um toppsætið.
Athugasemdir
banner
banner
banner