Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 15. apríl 2018 15:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Hjörtur ónotaður varamaður í flottum sigri á FCK
Bröndby rígheldur í toppsætið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Hermannsson sat allan tímann á varamannabekknum þegar Bröndby lagði stórlið FC Kaupmannahöfn að velli í dönsku úrvalsdeildinni í leik sem var að klárast.

Bröndby hefur unnið alla fjóra leiki sína gegn FCK hingað til á þessu tímabili, en mikill rígur ríkir á milli félaganna.

Í dag komst Kaupmannarhafnarliðið yfir í fyrri hálfleik og leiddi lengi vel en mörk frá Kamil Wilczek og Hany Mukhtar á síðasta stundarfjórðungunum færðu Bröndby sigurinn.

Þetta er gífurlega mikilvægur sigur fyrir Bröndby sem er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með þriggja stiga forskot á Midtjylland. Þetta hefur verið vonbrigðartímabil fyrir FCK sem er í fjórða sæti deildarinnar, 22 stigum á eftir Bröndby!

Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Nordsjælland eru að fara að spila gegn Midtjylland á eftir, klukkan 16:00. Rúnar Alex getur hjálpað Hirti þar ef Nordsjælland nær í góð úrslit.

Sjá einnig:
Danmörk: Hannes og Kjartan Henry í tapliðum



Athugasemdir
banner
banner
banner