Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 15. apríl 2018 16:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Færeyjar: Þriðji sigurinn í röð hjá lærisveinum Heimis
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HB frá Færeyjum, undir stjórn Heimis Guðjónssonar, vann sinn þriðja deildarleik í röð í dag.

Liðið heimsótti NSÍ Runavík og lenti 1-0 undir eftir 11 mínútur. Strákarnir hans Heimis sýndu þó karakter og komu til baka.

Símun Samuelsen, fyrrum leikmaður Keflavíkur, jafnaði metin á 35. mínútu og sigurmarkið kom þegar lítið var eftir af leiknum.

Frábær sigur hjá HB. Liðið hefur verið í mikilli lægð síðustu ár en Heimir hefur verið að byrja vel með liðið. Eftir þennan sigur er HB með 13 stig eftir sex leiki, í öðru sæti þremur stigum á eftir toppliði Klaksvík sem var að tapa sínum fyrstu stigum.

Brynjar Hlöðversson kom til HB frá Leikni R. í vetur og hefur verið að spila síðustu leikið liðsins. Hann hefur staðið sig með miklum sóma.

Sjá einnig:
Heimir ætlar að fá fleiri Íslendinga í sumar
Athugasemdir
banner
banner
banner