Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 15. apríl 2018 15:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Donnarumma með magnaða vörslu í uppbótartíma
Donnarumma átti frábæra vörslu og bjargaði stigi fyrir AC Milan.
Donnarumma átti frábæra vörslu og bjargaði stigi fyrir AC Milan.
Mynd: Getty Images
Það var stórleikur í ítölsku úrvalsdeildinni í dag þegar Napoli og AC Milan áttust við á San Siro-vellinum.

Leikurinn olli nokkrum vonbrigðum og endaði með markalausu jafntefli. Napoli fékk dauðafæri undir lok leiksins til að stela sigrinum en Gianluigi Donnarumma varði ótrúlega.

Þetta eru slæm úrslit fyrir Napoli sem er þremur stigum á eftir toppliði Juventus. Ítalíumeistaranir í Juve eiga leik á eftir gegn Sampdoria og geta náð sex stiga forystu á toppnum fyrir lokasprettinn.

Það var annað markalaust jafntefli í morgun þegar Fiorentina og Spal mættust. Fiorentina er aðeins tveimur stigum frá AC Milan sem er í sjötta sæti sem er Evrópusæti. Á meðan er Spal að reyna að berjast við falldrauginn og er einu stigi frá fallsæti.

Sassuolo gerði 2-2 jafntefli við botnlið Benevento á meðan Bologna lagði Hellas Verona, sem er í næst neðsta sæti.

Sassuolo 2 - 2 Benevento
0-1 Cheick Diabate ('22 )
1-1 Matteo Politano ('41 )
2-1 Matteo Politano ('64 )
2-2 Cheick Diabate ('72 )

Bologna 2 - 0 Verona
1-0 Simone Verdi ('31 )
2-0 Adam Nagy ('90 )

Milan 0 - 0 Napoli

Fiorentina 0 - 0 Spal



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner