Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 15. apríl 2018 15:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Hólmbert kominn á blað - Adam lagði upp
Hólmbert Aron Friðjónsson.
Hólmbert Aron Friðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði tvö mörk fyrir norska liðið Álasund í öruggum sigri á Floro í B-deildinni í Noregi.

Hólmbert kom til Álasunds frá Stjörnunni í vetur og er núna kominn á blað í norsku B-deildinni.

Hann kom Álasundi yfir í dag á 18. mínútu og kom jafnframt liðinu í 3-0 í byrjun seinni hálfleiksins. Adam Örn Arnarson lagði upp seinna markið fyrir Hólmbert, íslensk samvinna þar í gangi.

Aron Elís Þrándarson og Adam Örn Arnarson byrjuðu leikinn ásamt Hólmberti en Aron og Adam voru báðir teknir af velli í seinni hálfleik. Daníel Leó Grétarsson var ekki með í dag eftir að hafa fengið heilahristing á æfingu.

Álasund féll úr úrvalsdeildinni í fyrra en liðið hefur farið vel af stað á þessu tímabili og er með sjö stig eftir þrjá leiki og er á toppnum.



Athugasemdir
banner