sun 15. apríl 2018 18:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rússland: Björn Bergmann opnaði markareikninginn
Björn er búinn að skora sitt fyrsta mark í Rússlandi.
Björn er búinn að skora sitt fyrsta mark í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Bergmann Sigurðarson hristi af sér meiðsli fyrir leik Rostov gegn SKA Khabarovskog og opnaði markareikning sinn í Rússlandi.

Björn Bergmann er einn þriggja Íslendinga sem spilar með Rostov, hinir eru Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason. Ragnar spilaði allan leikinn en Sverrir var í leikbanni.

Björn Bergmann kom Rostov á bragðið á 40. mínútu og þegar lítið var eftir datt annað markið fyrir Rostov. Annað markið gerði leikmaður að nafni Khoren Bayramyan.

Björn Bergmann var tekinn af velli 77. mínútu.

Lokatölur 2-0 fyrir Rostov sem er komið á sigurbraut. Þetta er fyrsti sigur liðsins í deildinni á þessu ári, en liðið hafði farið í gegnum fimm leiki í röð án sigurs, fyrir leikinn í dag.

Björn Bergmann, Sverrir og Ragnar eru allir í íslenska landsliðinu og munu vera í íslenska landsliðshópnum sem spilar á HM í Rússlandi. Þar þekkja þeir aðstæður vel.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner