Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. apríl 2018 16:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Torres lagði síðasta púslið að sigri Atletico
Torres kveður Atletico eftir tímabilið.
Torres kveður Atletico eftir tímabilið.
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid ætlar ekki að leyfa Barcelona að fagna spænska meistaratitlinum alveg strax. Atletico er 11 stigum á eftir Barcelona, þegar sex leikir eru eftir, en liðið vann Levante í dag.

Atletico lenti ekki í miklum vandræðu með Levante. Angel Correa skoraði fyrsta markið á 33. mínútu áður en Antoine Griezmann bætti við öðru marki í upphafi seinni hálfleiks.

Það var síðan Fernando Torres sem skoraði þriðja markið á 77. mínútu. Þetta er væntanlega eitt síðasta mark Torres fyrir Atletico þar sem hann er á förum eftir tímabilið.

Levante er í 17. sæti, fimm stigum frá fallsæti. Fyrr í dag vann Alaves fantagóðan útisigur á Eibar.

Alaves er í 15. sæti en Eibar er í 11. sæti.

Atletico Madrid 3 - 0 Levante
1-0 Angel Correa ('33 )
2-0 Antoine Griezmann ('48 )
3-0 Fernando Torres ('77 )

Eibar 0 - 1 Alaves
0-1 John Guidetti ('5 )
Athugasemdir
banner
banner
banner