sun 15. apríl 2018 15:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Schalke með montréttinn - Sara á skotskónum
Sara og stöllur eiga möguleika á þrennunni
Leikmenn Schalke höfðu ástæðu til að fagna.
Leikmenn Schalke höfðu ástæðu til að fagna.
Mynd: Getty Images
Sara Björk var á skotskónum.
Sara Björk var á skotskónum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Schalke 04 2 - 0 Borussia D.
1-0 Yevgen Konoplyanka ('50 )
2-0 Naldo ('82 )

Schalke hefur montréttinn gegn Dortmund eftir 2-0 sigur á erkifjendum sínum í dag.

Liðin áttust við í deild þeirra bestu í Þýskalandi á þessum sunnudegi en það var Úkraínumaðurinn Yevgen Konoplyanka sem Schalke yfir á 50. mínútu leiksins.

Miðvörðurinn Naldo gerði annað mark Schalke á 82. mínútu, en hann átti flott skot beint úr aukaspyrnu sem rataði í netið.

Schalke er í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og styrkti stöðu sína þar með þessum sigri. Dortmund er fallið niður í fjórða sæti.




Sara Björk í bikarúrslit
Annars staðar í Þýskalandi er Sara Björk Gunnarsdóttir komin í bikarúrslit með Wolfsburg eftir 4-1 sigur SGS Essen.

Sara Björk spilaði að venju á miðjunni hjá Wolfsburg og gerði sér lítið fyrir og skoraði! Hún skoraði fjórða mark liðsins.

Wolfsburg mun mæta Bayern München í úrslitum þýska bikarsins en liðið er ríkjandi bikarmeistari.

Wolfsburg á enn möguleika á þrennunni. Liðið er í góðri stöðu á toppi deildarinnar, komið í bikarúrslit og í undanúrslit Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner