Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 15. apríl 2018 19:00
Gunnar Logi Gylfason
Torres búinn að skora 100 mörk deildarmörk
Mynd: Getty Images
Fernando Torres, sóknarmaður Atletico Madrid, skoraði þriðja mark liðsins í 3-0 sigri á Levante í dag.

Þetta var hans hundraðasta mark fyrir uppeldisfélagið sitt í La Liga en hann hefur ekki spilað fyrir neitt annað félag á Spáni.

Torres byrjaði ferilinn hjá Atletico Madrid og skoraði 82 mörk í heildina fyrir félagið áður en hann söðlaði um og flutti sig til Englands, nánar tiltekið til Liverpool. Þar sló Spánverjinn í gegn.

Þaðan lá leiðin til Chelsea þar sem hann náði ekki að sýna sitt rétta andlit. Frá Chelsea fór framherjinn til AC Milan áður en hann hélt aftur á heimaslóðir.

Torres hefur gefið það út að hann muni yfirgefa félagið eftir tímabilið en félagið mun heiðra hann í síðasta heimaleik liðsins í spænsku deildinni, gegn Eibar þann 20. maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner