Breiðablik - ÍA á morgun | Blikar fá HK í bikarnum
„Þeir eru með hörkulið eins og alltaf," segir Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabaliks, en Blikar leika gegn ÍA í Pepsi-deildinni á morgun. Blikar fengu skell gegn ÍBV í síðustu umferð.
„Þeir fengu skell gegn Val upp á Skaga svo þeir verða grimmir eins og við. Þetta verður barátta eins og alltaf gegn Skaganum. Við ætlum okkur sigur."
Í hádeginu í dag var dregið í 32-liða úrslit Borgunarbikarsins og þar fékk Breiðablik grannaslag gegn HK.
„Ég ætla að vona það að menn geti skemmt sér yfir þessum leik. Þetta verður svakalega gaman, það er langt síðan maður spilaði gegn HK og það var kominn tími til."
Það eru oft læti bæði innan vallar og í stúkunni þegar þessi tvö lið mætast.
„Já mig minnir að það hafi verið eitthvað vesen síðast. Það er alltaf gaman þegar það myndast góð stemning," segir Finnur en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir