Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 15. maí 2014 12:23
Magnús Már Einarsson
Borgunarbikarinn: KR mætir FH og Kópavogsslagur
KR og FH mætast í stórlek í 32-liða úrslitunum.
KR og FH mætast í stórlek í 32-liða úrslitunum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
HK og Breiðablik mætast í Kópavogsslag.
HK og Breiðablik mætast í Kópavogsslag.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Nú rétt í þessu var dregið í 32-liða úrslit í Borgunarbikar karla. Boðið er upp á sannkallaðan stórleik en KR og FH munu mætast í Vesturbænum.

HK og Breiðablik mætast annað árið í röð í Kópavogsslag í 32-liða úrslitunum.

Bikarmeistarar Fram mæta KA, Víkingur R. leikur við Grindavík, ÍBV og Haukar mætast í Eyjum og Augnablik úr 4. deild mætir Keflavík.

32-liða úrslit:
Fjölnir - Dalvík/Reynir
Sindri - KV
Fram - KA
KR - FH
KFG - Þróttur
BÍ/Bolungarvík - Fjarðabyggð
Augnablik - Keflavík
HK - Breiðablik
Víðir - Valur
Fylkir - Njarðvík
Hamar - KF
Víkingur R. - Grindavík
ÍBV - Haukar
Afturelding - ÍR
Stjarnan - Selfoss
ÍH - Þór

Leikrnir fara fram 27 og 28. maí næstkomandi.
Athugasemdir
banner