Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, hafði gaman að því að dragast gegn HK í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins.
Þessir nágrannar og erkifjendur úr Kópavogi mættust einnig í síðustu bikarkeppni.
Þessir nágrannar og erkifjendur úr Kópavogi mættust einnig í síðustu bikarkeppni.
,,Ég hef bara ekki tölu á því hversu oft þetta hefur gerst. Þetta er skemmtilegt. Auðvitað er bikardrátturinn alveg opinn og það virðist sem nágrannafélögin sogist að hvoru öðru. Heldurðu að við þurfum að fara að rannsaka þetta eitthvað?" sagði Ólafur við Fótbolta.net.
,,Neinei, auðvitað er þetta tilviljun, skemmtileg tilviljun. Við mættum þeim í bikarnum í fyrra og Blikar fjölmenntu á leikinn og ég geri ráð fyrir því að þeir geri það aftur í ár."
,,HK er á mikilli uppleið, gott lið og vel þjálfað, og það er greinilega verið að taka hlutina föstum tökum. Þorvaldur er að vinna geysilega gott starf, enda reynslumikill þjálfari," sagði Ólafur.
Viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir