Real Madrid skráir sig í baráttuna um Wirtz - Brentford í leit að markverði - Sane til Arsenal?
„Bara frábært" að vera komin aftur í landsliðið
Tilbúin í nýja áskorun - „Verðið bara að bíða eins spennt og ég"
„Var í hamborgarapartýi upp í Kaplakrika þegar ég fékk símtalið"
Óráðið hjá Cecilíu - Ekki tilbúin í það sem Bayern var að hugsa
Steini: Var alveg á mörkunum að vera í hópnum núna
Karólína Lea: Fólk á Twitter veit þá meira en ég
Glódís þakklát Steina - „Eitthvað sem ég vil ekki gera aftur"
Gylfi Tryggva: Þetta eru ótrúlegir karakterar í þessu liði
Sextán ára skoraði á lokamínútunni: Sleppti að hugsa um stressið
Anna Þóra svekkt: Galinn dómur
Kristrún Ýr: VIð þurfum að girða okkur í brók
Pétur Rögnvalds: Orðið það mikið af færum að ég hélt að þetta myndi ekki detta
Fótbolti.net og Adam Páls halda einn á einn mót - Hálf milljón í verðlaun
Kjartan Kári lagði upp tvö: Allt að ganga hjá mér núna
Kjartan Henry: Oftast gengið vel gegn Breiðabliki
Dóri Árna: Algerlega tilgangslaust að fara grenja og vorkenna sjálfum sér
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
   fim 15. maí 2014 13:46
Arnar Daði Arnarsson
Óli Kristjáns: Skemmtileg tilviljun
Óli er spenntur fyrir því að mæta HK í bikarnum.
Óli er spenntur fyrir því að mæta HK í bikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, hafði gaman að því að dragast gegn HK í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins.

Þessir nágrannar og erkifjendur úr Kópavogi mættust einnig í síðustu bikarkeppni.

,,Ég hef bara ekki tölu á því hversu oft þetta hefur gerst. Þetta er skemmtilegt. Auðvitað er bikardrátturinn alveg opinn og það virðist sem nágrannafélögin sogist að hvoru öðru. Heldurðu að við þurfum að fara að rannsaka þetta eitthvað?" sagði Ólafur við Fótbolta.net.

,,Neinei, auðvitað er þetta tilviljun, skemmtileg tilviljun. Við mættum þeim í bikarnum í fyrra og Blikar fjölmenntu á leikinn og ég geri ráð fyrir því að þeir geri það aftur í ár."

,,HK er á mikilli uppleið, gott lið og vel þjálfað, og það er greinilega verið að taka hlutina föstum tökum. Þorvaldur er að vinna geysilega gott starf, enda reynslumikill þjálfari,"
sagði Ólafur.

Viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner