Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   fim 15. maí 2014 17:55
Magnús Már Einarsson
Stefán Þór Pálsson í KA (Staðfest)
Stefán Þór Pálsson.
Stefán Þór Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA hefur fengið framherjann Stefán Þór Pálsson á láni frá Breiðabliki.

Stefán er í U19 ára landsliði Íslands en hann var í láni hjá Grindavík á síðasta tímabili.

Stefán skoraði þá tíu mörk í 21 leik í fyrstu deildinni með Grindvíkingum.

Stefán er uppalinn hjá ÍR en hann gekk í raðir Breiðabliks eftir að hafa leikið með Breiðhyltingum í 1. deildinni sumarið 2011.

Stefán gæti leikið sinn fyrsta leik með KA þegar liðið mætir Þrótti í 1. deildinni á laugardag.
Athugasemdir
banner