Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   fös 15. maí 2015 20:10
Arnar Geir Halldórsson
Amath André Diedhiou í Leikni (Staðfest)
Nýjasti liðsmaður Leiknis
Nýjasti liðsmaður Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Nýliðum Leiknis hefur borist góður liðsstyrkur fyrir átökin í Pepsi deildinni en Amath André Diedhiou er kominn á láni frá FH.

Diedhiou er kantmaður sem gekk til liðs við FH í vetur en illa hefur gengið að fá leikheimild fyrir leikmanninn. Það gekk þó í gegn á dögunum en nú er ljóst að hans fyrsti leikur á Íslandi verður með Leikni.

Diedhiou lék með moldóvska stórliðinu Sheriff Tiraspol við góðan orðstír og á nokkra landsleiki að baki fyrir yngri landslið Senegal en hann er 25 ára gamall.

Leiknir mætir Íslandsmeisturum Stjörnunnar á Samsung vellinum í Garðabæ á sunnudag og gæti Diedhiou komið við sögu þar líkt og kamerúnski bakvörðurinn Charley Fomen sem fékk leikheimild nýverið.
Athugasemdir
banner
banner