Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
   fös 15. maí 2015 11:10
Magnús Már Einarsson
Óli Stefán fær leikheimild með Grindavík (Staðfest)
Óli Stefán í baráttu við Viðar Örn Kjartansson sumarið 2009.
Óli Stefán í baráttu við Viðar Örn Kjartansson sumarið 2009.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Stefán Flóventsson aðstoðarþjálfari Grindavíkur hefur fengið leikheimild með liðinu.

Óli Stefán er reyndur varnarmaður en hann hefur undanfarin ár verið spilandi þjálfari hjá Sindra í 2. deildinni. Í fyrra spilaði hann 17 leiki með liðinu.

Óli spilaði í áraraðir með Grindavík og hann gæti farið á ný í gula búninginn sem leikmaður.

„Ég skipti mér yfir til að vera til taks," sagði Óli Stefán við Fótbolta.net í dag.

„Ég hef spriklað með og er að halda mér í standi. Það eru fjórir hafsentar í liðinu en tveir þeirra eru meiddir núna."

Óli getur verið í leikmannahópi Grindavíkur gegn Haukum í kvöld en Fótbolti.net mun vera með beina textalýsingu frá þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner