Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. maí 2017 13:15
Magnús Már Einarsson
Bjössi Hreiðars: Þetta er ekki eins og stafsetningarpróf í MR
Bjössi er spenntur fyrir leiknum gegn FH í kvöld.
Bjössi er spenntur fyrir leiknum gegn FH í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Það er mjög jákvæð spenna. Menn iða í skinninu að spila fótboltaleiki og það er geggjað að spila svona stóran leik," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Vals, við Fótbolta.net í dag um leik liðsins gegn FH í kvöld.

Valur fær Íslandsmeistarana í heimsókn á Hlíðarenda klukkan 20:00 í kvöld.

„Lykillinn að sigri er að spila okkar leik á fullu. Við þurfum að vera meðvitaðir um okkar styrkleika og keyra á þá. Við þurfum að sjálfsögðu að vera vakandi fyrir þeirra styrkleikum jafnframt. Þeir búa yfir öflugum vopnum og eru baneitraðir í ákveðnum hlutum. Við þurfum að stoppa það."

„Fyrst og fremst þurfum við samt að spila okkar fótbolta og vera með litlu atriðin klár. Við þurfum að vera á tánum í litlu atriðunum þar sem FH-ingar hafa verið sterkir lengi. Horn, aukaspyrnur og einbeitingar augnablik þar sem þeir hafa verið sterkastir á landinu. Við þurfum að vera klárir þar."


Valur er með fullt hús eftir tvo leiki og ef liðið vinnur í kvöld þá verður bilið í FH fimm stig eftir þrjár umferðir.

„Í því samhengi yrði það mjög stórt en við erum bara að reyna að safna sem flestum stigum og hugsum aðallega um að fá þessi þrjú stig sem eru í boði. Það fær engin mínus fyrir tapleik, ekki ennþá allavega, þetta er ekki eins og stafsetningarpróf í MR. Við viljum fá þessi þrjú stig og halda dampi í þessari keppni," sagði Sigurbjörn að lokum.

Nicolas Bogild var ekki með Val gegn ÍA í síðasta leik vegna meiðsla. Sigurbjörn segir að hann sé klár í leikinn í kvöld sem og aðrir leikmenn Vals.
Athugasemdir
banner
banner