Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 15. maí 2017 12:00
Elvar Geir Magnússon
Óli Palli: Kassim með í kvöld
Kassim Doumbia verður í hóp hjá FH í kvöld.
Kassim Doumbia verður í hóp hjá FH í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Páll Snorrason.
Ólafur Páll Snorrason.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Miðvörðurinn Kassim Doumbia snýr aftur úr meiðslum og verður í leikmannahópi FH í kvöld þegar liðið mætir Val í risaslag í Pepsi-deildinni. Leikurinn hefst klukkan 20:00 á Hlíðarenda. Kassim hefur misst af fyrstu tveimur umferðum tímabilsins.

„Hann tekur einhvern þátt í leiknum. Ég get ekki sagt hversu mikið en hann er í hópnum í kvöld," segir Ólafur Páll Snorrason, aðstoðarþjálfari FH.

„Þú getur alveg kallað þetta risaleik. Það er stutt síðan við spiluðum við þá síðast og það er gott að fá alvöru leik og spila við Valsmennina sem eru í fantaformi. Þetta er flottur leikur og fínt próf snemma á tímabilinu."

Valsmenn öflugir á mörgum sviðum
Valur vann FH 1-0 á Valsvelli í Meistaraleik KSÍ rétt fyrir mót þar sem Haukur Páll Sigurðsson skoraði eina mark leiksins.

„Valsmenn eru öflugir á mörgum sviðum. Við þurfum bara að standa klárir á okkar skipulagi. Þá ættum við að geta staðið okkur ágætlega. Við vitum að við skorum oftast nær mörk svo þetta snýst kannski fyrst og fremst um varnarvinnu," segir Ólafur.

FH-ingar eru meðvitaðir um það að ef þeir tapa í kvöld eru þeir lentir fimm stigum á eftir Valsmönnum sem hafa unnið báða leiki sína til þessa.

„Auðvitað erum við meðvitaðir um það en við erum ekki að fókusa á það."

Unnið fyrir laununum á skrifstofunni
FH hefur verið í leit að miðverði í hópinn en félagaskiptaglugganum verður lokað á miðnætti í kvöld.

„Við erum að fókusa á leikinn en það er eitthvað í vinnslu. Menn eru að reyna að vinna fyrir laununum sínum á skrifstofunni. En Kassim er klár og Pétur (Viðarsson) kemur til baka í næsta mánuði svo hópurinn þéttist hjá okkur," segir ÓIafur sem vonast eftir fullri stúku í kvöld.

„Ég vona það. Veðrið er gott og ég geri ráð fyrir frábærum fótboltaleik. Ég býst við að allt verði fullt, annað væri furðulegt."
Athugasemdir
banner
banner
banner