Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. maí 2017 07:15
Elvar Geir Magnússon
Tryggvi velur sameiginlegt lið Vals og FH
Tryggvi velur 6 úr Val og 5 úr FH.
Tryggvi velur 6 úr Val og 5 úr FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Tryggvi Guðmundsson.
Tryggvi Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn gerðu frábær kaup í Dion.
Valsmenn gerðu frábær kaup í Dion.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Það er stórleikur í Pepsi-deildinni í kvöld þegar Valur og FH eigast við á Hlíðarenda. Tryggvi Guðmundsson, sérfræðingur Fótbolta.net, valdi sitt sameiginlega lið úr leikmannahópum þessara liða.

Reglan var sú að hann gat valið úr þeim leikmönnum sem hafa komið við sögu í fyrstu tveimur umferðunum.



Markvörður - Gunnar Nielsen (FH)
Þarna vel ég reynsluna og tek færeyska landsliðsmarkvörðinn frekar en Anton Ara hjá Val.

Hægri bakvörður - Jonathan Hendrickx (FH)
Öflugur sóknarbakvörður sem er góður í föstum leikatriðum.

Miðverðir: Orri Sigurður Ómarsson (Valur) og Rasmus Christiansen (Valur)
Flott miðvarðapar sem hefur aðeins fengið á sig tvö mörk og þau skrifast ekki á þá.

Vinstri bakvörður - Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
Traustari og skynsamari en Böddi löpp. Með reynslu og gæði.

Miðjumenn - Davíð Þór Viðarsson (FH) og Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Fyrirliðarnir eru menn sem þú vilt hafa í liðinu og gera allt til þess að sigra. Davíð er bestur á miðjunni og Haukur er öflugur box í box og í föstum leikatriðum.

Sóknarmiðjumaður - Steven Lennon (FH)
Þarfnast ekki útskýringar.

Hægri kantur - Dion Acoff (Valur)
Er kominn með betri leikmenn í kringum sig og verður þá betri sjálfur. Frábær kaup hjá Valsmönnum.

Vinstri kantur - Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Hann er alltaf hættulegur þegar hann hittir á daginn.

Sóknarmaður - Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Er að ná vel saman með Lennon og gaman að sjá að hann sé farinn að skora reglulega.

Leikur Vals og FH verður klukkan 20 í kvöld á Valsvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner