Alfreð Elías Jóhannsson var stoltur af sínu liði í dag eftir 1-0 tap gegn Stjörnunni á útivelli í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 0 Selfoss
„Ég er ótrúlega stoltur af þeim. Mér fannst við vera betri aðilinn heilt yfir í leiknum," sagði Alfreð Elías en þær fengu á sig mark á 22. mínútu sem hann var ósáttur við.
„Við fáum klaufalegt mark á okkur úr innkasti, Harpa tekur á móti honum setur hann fyrir og skallamark."
Selfoss hefur ekki enn skorað mark það sem af er tímabili.
„Það er áhyggjuefni, við erum að reyna bæta okkur í spilinu og skapa okkur fleiri sénsa en það vantar aðeins gredduna í boxið."
Tveir nýir leikmenn spiluðu fyrir Selfoss í dag. „Brynhildur Brá og Hrabbó (Hrafnhildur Hauksdóttir) voru bara flottar, við erum komin með gríðarlega flottan hóp."
Athugasemdir