Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 15. maí 2018 20:48
Arnar Daði Arnarsson
Guðjón Pétur verður áfram í Val (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Pétur Lýðsson leikmaður Vals verður áfram í herbúðum félagsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Valur sendi frá sér rétt í þessu.

Guðjón óskaði í gær eftir að fá að fara frá Val en hann er ósáttur með spiltíma sinn á tímabilinu. Guðjón kom inn á sem varamaður á 72. mínútu gegn Fylki um síðustu helgi.

Valur samþykkti tilboð frá KA og ÍBV í Guðjón en nú er ljóst að hann fer ekki neitt.

KR reyndi einnig að fá Guðjón í sínar raðir en Valur hafnaði tilboði úr Vesturbænum.

Hinn þrítugi Guðjón skoraði átta mörk í 22 leikjum þegar Valur varð Íslandsmeistari í fyrra og var í lykilhlutverki.

Fréttatilkynning frá Val
Eftir samtal félagsins og Guðjóns Péturs í kvöld hefur verið tekin endanleg ákvörðun um að leikmaðurinn verður ekki seldur frá Knattspyrnufélaginu Val.
Athugasemdir
banner
banner