þri 15. maí 2018 20:58
Magnús Már Einarsson
ÍBV fær kantmann sem á leik í ensku úrvalsdeildinni (Staðfest)
Jonathan í bikarleik í Skotlandi.
Jonathan í bikarleik í Skotlandi.
Mynd: Getty Images
ÍBV hefur fengið kant og sóknarmanninn Jonathan Franks í sínar raðir fyrir átökin sem eru framundan í Ppsi-deildinni.

Jonathan er Walesverji en hann ólst upp hjá Middlesbrough og lék einn leik með liðinu þegar það féll úr ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2008/2009. Hann kom þá inn á sem varamaður í leik gegn West Ham.

Tímabilið eftir skoraði Jonathan þrjú mörk í 21 leik í Championship deildinni með Middlesbrough.

Tímabilið 2011/2012 spilaði Jonathan í C-deildinni með Yeovil og síðan í C og D-deild með Hartlepool.

Hinn 28 ára gamli Jonathan spilaði með Ross County í skosku úrvalsdeildinni frá 2015 til 2017 en í vetur lék hann með Hartlepool United og Wrexham í ensku utandeildinni.

Eyjamenn eru með eitt stig eftir tvær umferðir í Pepsi-deildinni en næsti leikur liðsins er gegn Fylki í Egilshöll á fimmtudag. Jonathan getur spilað sinn fyrsta leik þar.

Mættur í Draumaliðsdeildina
Jonathan er mættur í Draumaliðsdeild Eyjabita. Kemst hann í þitt lið?
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner