þri 15. maí 2018 21:10
Magnús Már Einarsson
Jói Lax lánaður í KFG (Staðfest)
Fær leiki eftir meiðslin
Jói Lax í baráttunni gegn KR á dögunum.
Jói Lax í baráttunni gegn KR á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
KFG hefur fengið hægri bakvörðinn Jóhann Laxdal á láni frá Stjörnunni. Jóhann tognaði illa aftan í læri gegn KR í 2. umferð Pepsi-deildarinnar og verður frá næstu vikurnar.

Hann hefur nú farið til KFG á láni og mun spila með liðinu í 3. deildinni fyrstu leikina eftir meiðslin til að komast aftur í leikform.

Arnar Sveinn Geirsson, bakvörður Vals, gerði svipaða hluti á dögunum en hann er að ná sér eftir meiðsli og er þessa dagana á láni hjá KH í 3. deildinni.

Samkvæmt reglum KSÍ má kalla leikmenn til baka mánuði eftir að hann fer á láni.

Leikmenn mega vera kallaðir til baka þó að félagaskiptaglugginn sé lokaður en glugginn lokar á miðnætti og opnar aftur 15. júlí. Jóhann getur því snúið aftur í Stjörnuna um miðjan júní ef félagið óskar þess.

Körfuboltamaðurinn Daði Lár Jónsson hefur einnig skipt í KFG en hann ólst upp hjá Stjörnunni í fótboltanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner