Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 15. maí 2018 19:50
Elvar Geir Magnússon
Kórdrengir létu til sín taka á gluggadeginum - Pape og fleiri mættir (Staðfest)
Pape Mamadou Faye.
Pape Mamadou Faye.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir í 4. deildinni halda áfram að bæta þekktum nöfnum úr íslenska boltanum í leikmannahóp sinn.

Liðið, sem er úr Reykjavík, komst nálægt því að fara upp í fyrra en núna eru menn ákveðnir í að fara alla leið.

Félagaskiptaglugganum verður lokað á miðnætti í kvöld en keppni í 4. deildinni fer af stað um komandi helgi.

Guðmundur Atli Steinþórsson, fyrrum sóknarmaður Breiðabliks og HK, er kominn í Kórdrengi en hann lagði skóna á hilluna eftir að hafa greinst með hjartavandamál 2016. Hans besta tímabil kom í 1. deildinni 2015 þegar hann skoraði 14 mörk í 22 deildarleikjum.

Hinn 27 ára Pape Mamadou Faye kemur frá Víkingi Ólafsvík en Kórdrengir segja að hann mæti til félagsins í júlí. Pape lék síðustu tvö tímabil með Víkingi Ólafsvík í Pepsi-deildinni þar sem hann skoraði fimm mörk í 40 leikjum. Þar á undan lék Pape með Víkingi Reykjavík, BÍ/Bolungarvík, Grindavík, Leikni í Breiðholti og Fylki.

Haukur Lárusson, fyrrum miðvörður Fjölnis, er mættur en þessi 31 árs leikmaður hefur síðustu tvö ár leikið með Fram. Meiðsli hafa aftrað honum og hann lék aðeins þrjá leiki í Inkasso-deildinni í fyrra.

Hinn víðförli miðjumaður Andri Steinn Birgisson er einnig búinn að fá félagaskipti í Kórdrengi. Andri er 35 ára en hann hefur síðustu ár verið í þjálfun, með Hvíta Riddaranum í fyrra og þar á undan stýrði hann Þrótti Vogum.

Eins og áður sagði eru Kórdrengir með mörg nöfn sem íslenskir fótboltaáhugamenn þekkja vel. Farid Zato, Davíð Birgisson, Erlingur Jack, Ingvar Kale, Hjörtur Hjartarson, Robert Menze, Þórður Steinar Hreiðarsson og Viktor Unnar Illugason eru meðal leikmanna í hópi Kórdrengja.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner