þri 15. maí 2018 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Maradona nýr forseti og þjálfari Dinamo Brest
Mynd: Getty Images
Argentínska goðsögnin Diego Armando Maradona er kominn í nýtt starf, hann er orðinn þjálfari úrvalsdeildarfélagsins Dinamo Brest í Hvíta-Rússlandi.

Ekki nóg með það heldur var hann einnig ráðinn til að vera forseti félagsins. Hann er því bæði þjálfari og forseti Dinamo Brest.

Maradona hætti í atvinnumennsku 1997, 37 ára gamall, og hafði þá þjálfað tvö félagslið til skamms tíma.

Hann sneri sér ekki aftur af þjálfarastörfum fyrr en hann tók við argentínska landsliðinu 2008 en var látinn fara eftir HM 2010.

Maradona tók svo við Al Wasl í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en var rekinn eftir ár í starfi. Í kjölfarið varð hann partur af þjálfarateymi Deportivo Riestra í Argentínu og tók svo við Fujairah í Furstadæmunum í fyrra en hætti eftir tímabilið þar sem honum mistókst að koma liðinu upp um deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner