Þú ferð aldrei inn í neinn leik í deildinni og labbar yfir lið og við þurftum heldur betur að hafa fyrir því Sagði Steini þjálfari Breiðabliks eftir sigur gegn HK/Víking í Kórnum í kvöld
Lestu um leikinn: HK/Víkingur 1 - 3 Breiðablik
"Þær komu okkur ekkert á óvart þær spila mjög fínan og kröftugan fótbolta þær eru bara hörkulið þessir leikir verða alltir erfiðir"
Áslaug Munda hefur komið sterk inn í lið Breiðabliks í fyrstu leikjum tímabilsins en hún var bekkjuð í dag.
"Ég ákvað að gera svona eina breytingu langaði að fá meiri hluti inn í liðið og fyrsta markið kemur einmitt útúr því"
Breiðablik eru í efsta sæti með þrjá sigra úr þremur leikjum og virðast í hörkustandi í upphafi móts
Það er ekki hægt að kvarta yfir því það væri dónaskapur við erum sátt við fögnum öllum sigrum".
Athugasemdir