Antony, Casemiro, Eriksen og Lindelöf ekki í myndinni hjá Amorim - Hindranir fyrir Man Utd - Real Madrid hefur áhuga á Porro
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   mið 15. maí 2024 21:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Würth vellinum
Birta Georgs: Við höfum allar óbilandi trú á þeim
Birta var á skotskónum í kvöld.
Birta var á skotskónum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki fagnað í sumar.
Marki fagnað í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst leikurinn ágætur. Þetta var vissulega ekki okkar besti leikur en það var gott að ná að klára þetta," sagði Birta Georgsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir 0-2 sigur gegn Fylki í Bestu deild kvenna í kvöld.

„Þær eru með hörkulið og þetta er sterkur útisigur. Þær voru mjög þéttar og það var erfitt að brjóta þær. Það var gott að ná inn marki fyrir hálfleikinn sérstaklega."

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  2 Breiðablik

Birta skoraði fyrra mark Blika í kvöld og gerði það vel.

„Ég vissi allan tímann þegar boltinn var fyrir framan mig að ég var að fara að setja hann í netið, vissi það allan tímann. Tinna ver vel beint út í teiginn og hann dettur fyrir mig. Um leið og hann datt fyrir mig, þá vissi ég að ég væri að fara setja hann."

Blikar eru með fullt hús stiga eftir fyrstu fimm leikina, þær hafa skorað 16 mörk og aðeins fengið á sig eitt mark. Draumabyrjun?

„Jú algjörlega, góð byrjun. En það þýðir ekkert að hætta núna. Við þurfum bara að gefa í og halda áfram."

Birta hefur verið í fantaformi í öflugri sóknarlínu Breiðabliks en hún er búin að skora þrjú mörk í fyrstu fimm leikjunum

„Fyrir fyrsta leik sneri ég aðeins ökklann en ég er komin núna á fullt eftir það og held bara áfram að gera mitt besta," segir Birta en það voru miklar breytingar á Blikaliðinu í vetur og í kringum liðið. „Þetta hefur gengið mjög vel. Ég fíla Nik (Chamberlain) og Eddu (Garðarsdóttur) ógeðslega vel og þau eru að gera góða hluti. Við höfum allar óbilandi trú á þeim. Við erum með frábæran hóp og þau kunna að stilla þessu upp. Stelpurnar eru geggjaðar og þetta verður geggjað sumar."

Valur er líka með fullt hús stiga og það stefnir í spennandi sumar. „Ég hef fulla trú á því að við förum alla leið í ár."
Athugasemdir
banner
banner
banner