„Mér fannst leikurinn ágætur. Þetta var vissulega ekki okkar besti leikur en það var gott að ná að klára þetta," sagði Birta Georgsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir 0-2 sigur gegn Fylki í Bestu deild kvenna í kvöld.
„Þær eru með hörkulið og þetta er sterkur útisigur. Þær voru mjög þéttar og það var erfitt að brjóta þær. Það var gott að ná inn marki fyrir hálfleikinn sérstaklega."
„Þær eru með hörkulið og þetta er sterkur útisigur. Þær voru mjög þéttar og það var erfitt að brjóta þær. Það var gott að ná inn marki fyrir hálfleikinn sérstaklega."
Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 2 Breiðablik
Birta skoraði fyrra mark Blika í kvöld og gerði það vel.
„Ég vissi allan tímann þegar boltinn var fyrir framan mig að ég var að fara að setja hann í netið, vissi það allan tímann. Tinna ver vel beint út í teiginn og hann dettur fyrir mig. Um leið og hann datt fyrir mig, þá vissi ég að ég væri að fara setja hann."
Blikar eru með fullt hús stiga eftir fyrstu fimm leikina, þær hafa skorað 16 mörk og aðeins fengið á sig eitt mark. Draumabyrjun?
„Jú algjörlega, góð byrjun. En það þýðir ekkert að hætta núna. Við þurfum bara að gefa í og halda áfram."
Birta hefur verið í fantaformi í öflugri sóknarlínu Breiðabliks en hún er búin að skora þrjú mörk í fyrstu fimm leikjunum
„Fyrir fyrsta leik sneri ég aðeins ökklann en ég er komin núna á fullt eftir það og held bara áfram að gera mitt besta," segir Birta en það voru miklar breytingar á Blikaliðinu í vetur og í kringum liðið. „Þetta hefur gengið mjög vel. Ég fíla Nik (Chamberlain) og Eddu (Garðarsdóttur) ógeðslega vel og þau eru að gera góða hluti. Við höfum allar óbilandi trú á þeim. Við erum með frábæran hóp og þau kunna að stilla þessu upp. Stelpurnar eru geggjaðar og þetta verður geggjað sumar."
Valur er líka með fullt hús stiga og það stefnir í spennandi sumar. „Ég hef fulla trú á því að við förum alla leið í ár."
Athugasemdir