„Við erum rosa stolt af leikmönnunum, þær börðust frá fyrstu mínútu alveg fram á síðustu. Mjög stolt að fá þrjú stig á þessum velli, þetta er mjög erfiður staður að koma á.“ Þetta sagði John Andrews, þjálfari Víkings eftir sigur á Þrótti í kvöld.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 - 1 Víkingur R.
Víkingur eru nýliðar í Bestu deildinni. Hvernig er að spila í deild þeirra bestu?.„Það er mjög erfitt. Okkur er refsað fyrir litlu mistökin sem við gerum, mistök sem við hefðum kannski komist upp með í fyrra. En við erum að læra á þetta og ég held við höfum gert færri mistök í dag. “
Var eitthvað í leik Þróttar sem kom þér á óvart í kvöld? „Ólafur er að sjálfsögðu frábær þjálfari og við erum heppin að hafa hann í kvennaboltanum um þessar mundir. Þær byrjuðu harkalega eins og við vissum að þær myndu gera og þær eru með frábæra leikmenn, en svo stóðum við upp og ungu leikmennirnir okkar og eldri leikmennirnir okkar áttu frábæran leik og spiluðu með Víkingshjatanu.“
„Við erum glöð að vera í þessari deild við erum glöð að við erum að
spila við bestu leikmenn landsins og við þurfum að halda fókus alltaf. Það er frábær pressa til að hafa.“
„Þegar við spilum með þessum gæðum, með stelpurnar á miðjunni og Shaina frammi getum við opnað lið og það var gaman að sjá það í dag.„
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.