Antony, Casemiro, Eriksen og Lindelöf ekki í myndinni hjá Amorim - Hindranir fyrir Man Utd - Real Madrid hefur áhuga á Porro
banner
   mið 15. maí 2024 22:14
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Átti Newcastle að fá vítaspyrnu á Old Trafford?
Mynd: KSÍ
Mynd: EPA
Manchester United lagði Newcastle að velli í innbyrðisslag liðanna í baráttunni um síðasta lausa Evrópusætið í ensku úrvalsdeildinni fyrr í kvöld.

Liðin mættust á Old Trafford og lauk afar fjörugum leik með 3-2 sigri Rauðu djöflanna.

Man Utd tók forystuna í fyrri hálfleik og vildu leikmenn Newcastle fá dæmda vítaspyrnu á 38. mínútu, þegar Sofyan Amrabat sparkaði Anthony Gordon niður innan vítateigs.

Rob Jones dæmdi viðureignina og taldi hann ekki ástæðu til að dæma vítaspyrnu þegar Gordon féll til jarðar. Atvikið var skoðað aftur í VAR herberginu og var upprunaleg ákvörðun dómara staðfest, vegna þess að Casemiro vann boltann með góðri tæklingu.

Amrabat sparkaði Gordon þó niður áður en Casemiro vann boltann og því eru fótboltaaðdáendur víða um heim hissa á þessari niðurstöðu.

Newcastle United penalty shout 35'
byu/Woodstovia insoccer

Athugasemdir
banner
banner