Erik ten Hag var kátur eftir 3-2 sigur Manchester United gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Hann gaf kost á sér í viðtal að leikslokum en fyrir það tók hann við hljóðnema á miðjum Old Trafford vellinum og ávarpaði stuðningsfólk.
„Ég vil þakka ykkur fyrir stórkostlegan stuðning á tímabilinu. Eins og þið vitið þá hefur þetta ekki verið auðvelt tímabil fyrir félagið, en það var alltaf hægt að stóla á stuðninginn frá ykkur," sagði Ten Hag.
„Þessu tímabili er ekki enn lokið. Fyrst förum við til Brighton þar sem við munum spila til að ná í þrjú stig og svo förum við á Wembley. Ég lofa ykkur að þessir leikmenn munu gefa allt sem í þeim býr til að sækja bikarinn og koma með hann á Old Trafford.
„Við vitum að þið verðið á staðnum til að hvetja okkur áfram - takk fyrir. Þið eruð bestu stuðningsmenn í heimi."
Eftir þetta fór hann í viðtöl hjá hinum ýmsu sjónvarpsstöðvum og talaði um að vilja endurgjalda stuðninginn.
„Stuðningsmenn eiga þennan sigur skilið útaf því að þeir hafa farið í gegnum erfiða tíma með félaginu en alltaf stutt við bakið á okkur. Við erum öll saman í liði, við vildum endurgjalda þeim stuðninginn. Við skoruðum frábær mörk í góðum sigri gegn sterkum andstæðingum og ég er mjög stoltur af ungu strákunum sem stóðu sig með stakri prýði."
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Man City | 9 | 7 | 2 | 0 | 20 | 9 | +11 | 23 |
2 | Liverpool | 9 | 7 | 1 | 1 | 17 | 5 | +12 | 22 |
3 | Arsenal | 9 | 5 | 3 | 1 | 17 | 10 | +7 | 18 |
4 | Aston Villa | 9 | 5 | 3 | 1 | 16 | 11 | +5 | 18 |
5 | Chelsea | 9 | 5 | 2 | 2 | 19 | 11 | +8 | 17 |
6 | Brighton | 9 | 4 | 4 | 1 | 16 | 12 | +4 | 16 |
7 | Nott. Forest | 9 | 4 | 4 | 1 | 11 | 7 | +4 | 16 |
8 | Tottenham | 9 | 4 | 1 | 4 | 18 | 10 | +8 | 13 |
9 | Brentford | 9 | 4 | 1 | 4 | 18 | 18 | 0 | 13 |
10 | Fulham | 9 | 3 | 3 | 3 | 12 | 12 | 0 | 12 |
11 | Bournemouth | 9 | 3 | 3 | 3 | 11 | 11 | 0 | 12 |
12 | Newcastle | 9 | 3 | 3 | 3 | 9 | 10 | -1 | 12 |
13 | West Ham | 9 | 3 | 2 | 4 | 13 | 16 | -3 | 11 |
14 | Man Utd | 9 | 3 | 2 | 4 | 8 | 11 | -3 | 11 |
15 | Leicester | 9 | 2 | 3 | 4 | 13 | 17 | -4 | 9 |
16 | Everton | 9 | 2 | 3 | 4 | 10 | 16 | -6 | 9 |
17 | Crystal Palace | 9 | 1 | 3 | 5 | 6 | 11 | -5 | 6 |
18 | Ipswich Town | 9 | 0 | 4 | 5 | 9 | 20 | -11 | 4 |
19 | Wolves | 9 | 0 | 2 | 7 | 12 | 25 | -13 | 2 |
20 | Southampton | 9 | 0 | 1 | 8 | 6 | 19 | -13 | 1 |
Athugasemdir