Jafntefli var niðurstaðan þegar Íslandsmeistarar FH heimsóttu spútniklið Grindavíkur í Pepsi-deild karla í kvöld.
Grindavík hefur komið öllum sparkspekingum á óvart með frammistöðu sinni, en FH-ingar hafa aftur á móti valdið ákveðnum vonbrigðum. FH vann sinn fyrsta leik síðan í 1. umferðinni í síðustu umferð, en það öruggur sigur á Stjörnunni á heimavelli.
FH spilaði sinn besta leik á tímabilinu í síðustu umferð og þeir voru kraftmiklir í dag. Grindavík byrjaði reyndar vel, en síðan tók FH stjórnina. Staðan í hálfleik var markalaus.
Gestirnir áttu í vandræðum með að komast í gegnum þétta vörn Grindavíkur og þeir gulklæddu náðu að refsa. Þeir komust yfir þegar stundarfjórðungur var eftir og var þar að verki, enginn annar en Andri Rúnar Bjarnason. Hann hefur verið magnaður í sumar.
Forysta Grindavíkur entist þó ekki lengi þar sem Kristján Flóki Finnbogason jafnaði stuttu síðar með flottu marki.
Grindavík hefur komið öllum sparkspekingum á óvart með frammistöðu sinni, en FH-ingar hafa aftur á móti valdið ákveðnum vonbrigðum. FH vann sinn fyrsta leik síðan í 1. umferðinni í síðustu umferð, en það öruggur sigur á Stjörnunni á heimavelli.
FH spilaði sinn besta leik á tímabilinu í síðustu umferð og þeir voru kraftmiklir í dag. Grindavík byrjaði reyndar vel, en síðan tók FH stjórnina. Staðan í hálfleik var markalaus.
Gestirnir áttu í vandræðum með að komast í gegnum þétta vörn Grindavíkur og þeir gulklæddu náðu að refsa. Þeir komust yfir þegar stundarfjórðungur var eftir og var þar að verki, enginn annar en Andri Rúnar Bjarnason. Hann hefur verið magnaður í sumar.
Forysta Grindavíkur entist þó ekki lengi þar sem Kristján Flóki Finnbogason jafnaði stuttu síðar með flottu marki.
Athugasemdir