fös 15. júní 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Moskva
Argentínumenn hræðast hæð Íslands - Munar 9 cm í meðalhæð
Icelandair
Hörður Björgvin er sá hávaxnasti í íslenska liðinu samkvæmt vef FIFA.
Hörður Björgvin er sá hávaxnasti í íslenska liðinu samkvæmt vef FIFA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Argentínumenn eru helst hræddir við föst leikatriði íslenska landsliðsins fyrir leikinn í Moskvu á morgun. Íslenska landsliðið hefur skorað mikið úr föstum leikatriðum undanfarin ár, meðal annars á EM í Frakklandi.

Ísland er með eitt hávaxnasta liðið á HM en Argentína eitt það lágvaxnasta. Á fréttamannafundi í dag var Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, spurður hvort hann ætlaði að nýta hæðarmuninn í föstu leikatriðinum.

„Við höfum staðið okkur vel í föstum leikatriðum og breytum því ekki. Það er eitt af okkar aðalsmerkjum að vinna í föstum leikatriðum. Það er einn af okkar styrkleikum. Argentína verður ekki öðruvísi. Við reynum að nýta öll föst leikatriði. Hæð andstæðinga skiptir ekki máli í þessu samhengi. Við reynum alltaf að standa okkur vel í föstum leikatriðum," sagði Heimir.

Ef líkleg byrjunarlið Íslands er borið saman við líklegt byrjunarlið Argentínu má sjá að tæplega 9 cm munur er á meðalhæð liðanna. Stuðst er við opinberar upplýsingar frá FIFA.

Líklegt byrjunarlið Íslands
Hannes Þór Halldórsson - 193 cm
Birkir Már Sævarsson - 187 cm
Kári Árnason - 190 cm
Ragnar Sigurðsson - 187 cm
Hörður Björgvin Magnússon - 191 cm
Jóhann Berg Guðmundsson - 179 cm
Aron Einar Gunnarsson - 181 cm
Emil Hallfreðsson - 185 cm
Birkir Bjarnason - 183 cm
Gylfi Þór Sigurðsson - 186 cm
Jón Daði Böðvarsson - 189 cm
Meðalhæð: 186,2 cm

Líklegt byrjunarlið Argentínu
Willy Caballero - 186 cm
Eduardo Salvio - 173 cm
Nicolas Otamendi - 184 cm
Marcos Rojo - 187 cm
Nicolas Tagliafico - 169 cm
Javier Mascherano - 174 cm
Lucas Biglia - 178 cm
Maximiliano Meza - 180 cm
Lionel Messi - 170 cm
Angel Di Maria - 180 cm
Sergio Aguero - 173 cm
Meðalhæð: 177,6 cm
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner