Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 15. júní 2018 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
BBC: Á Ísland að hafa áhyggjur núna?
Icelandair
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo fór á kostum þegar Portúgal og Spánn gerðu jafntefli í besta leik Heimsmeistaramótsins hingað til í kvöld.

Ronaldo skoraði þrennu í hreint út sagt mögnuðum fótboltaleik. Fyrsta markið kom úr vítaspyrnu, annað markið kom eftir mistök David de Gea og í þriðja markinu sýndi Ronaldo gæði sín. Hann skoraði beint úr aukaspyrnu og De Gea í marki Spánverja átti engann möguleika.

Ronaldo var magnaður í kvöld í textalýsingu BBC frá leiknum er spurt að því hvernig Lionel Messi líður í kvöld. Messi og Ronaldo eru miklir keppinautar og hafa verið það síðustu ár.

„Ætti Ísland að hafa áhyggjur?" er spurt að í textalýsingunni.

Á Ísland að hafa áhyggjur núna?

Leikur Íslands og Argentínu hefst klukkan 13:00 á morgun. Lionel Messi er þar í liði Argentínu.
Athugasemdir
banner
banner
banner