Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 15. júní 2018 19:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Granit Xhaka búinn að framlengja við Arsenal
Mynd: Getty Images
Granit Xhaka hefur skrifað undir nýjan samning við Arsenal.

Þessi 25 ára gamli miðjumaður kom við sögu í öllum leikjum Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann hefur spilað 94 leiki fyrir Arsenal og sigraði meðal annars deildarbikarinn á sínu fyrsta tímabili með félaginu.

Xhaka er hluti af svissneska hópinum sem spilar gegn Brasilíu á sunnudaginn á HM. Hann gekk til liðs við Skytturnar frá Borussia Monchengladbach árið 2016.

Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal hafði þetta að segja í tilefni undirskriftarinnar:

„Ég er ánægður með að Granit hafa framlengt við okkur. Hann er mikilvægur hluti af hópnum og er ennþá ungur svo að hann getur bætt sig meira. Ég vona að honum gangi vel á HM með Sviss og komi til baka í góðu formi og tilbúinn fyrir nýtt tímabil."

Lucas Torreira, miðjumaður Sampdoria, er sagður á leið til Arsenal, en Jack Wilshere er mögulega á förum.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner