Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. júní 2018 13:19
Magnús Már Einarsson
Heimir ræðir tannlækningarnar við New York Times
Icelandair
Heimir á æfingasvæðinu.
Heimir á æfingasvæðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur fengið að svara óteljandi spurningum um starf sitt sem tannlæknir undanfarin ár. Heimir sló vopnin úr höndunum úr erlendum fréttamönnum fyrir fréttamannafund í dag þegar hann kom sjálfur inn á tannlækningarnar og kom því í veg fyrir spurningar um þær á fundinum.

Í grein New York Times í gær er rauði þráðurinn Heimir og starf hans sem tannlæknir. Heimir kíkir af og til á tennur hjá fólki á milli þess sem hann þjálfar landsliðið.

„Þetta er góð leið til að slaka á. Sumir þjálfarar spila golf, aðrir skjóta hreindýr eða hvað sem er. Ég ný þess að hitta viðskiptavini mína," segir Heimir í viðtalinu.

„Þú veist hvernig það er að fara í tannlæknastólinn. Sumir eru mjög hræddir við að fara til tannlæknis. Öðrum er alveg sama. Þriðji hópurinn er síðan sofandi."

„Þú verður að meðhöndla hvern viðskiptavin á mismunandi hátt og aðlagast persónuleika hans. Það er það sama með fótboltamenn. Þú getur öskrað á einn en þú þarft að fara varlega með einhvern annan."


Í greininni er einnig talað við Védísi Guðmundsdóttur sem er ein af þeim sem hefur lengi verið með Heimi sem tannlækni. Þá er einnig talað um það hvað Heimir hefur oft leikið Grýlu á þrettándagleðinni í Vestmannaeyjum.

Smelltu hér til að lesa greinina í New York Times
Athugasemdir
banner
banner
banner