Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 15. júní 2018 22:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Messi, Pele og Maradona hafa allir átt slæma daga"
Suarez var ekki í markaskónum í dag.
Suarez var ekki í markaskónum í dag.
Mynd: Getty Images
Luis Suarez átti ekki sinn besta dag þegar Úrúgvæ lagði Egyptaland að velli á HM í fótbolta í dag.

Úrúgvæ vann 1-0 en það var ekki Suarez að þakka. Það var miðvörðurinn Jose Maria Gimenez sem reis hæst í teignum þegar lítið var eftir og skoraði sigurmarkið.

Suarez var gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í leiknum, menn búast við meiru frá honum, landsliðsþjálfarinn, gamli refurinn Oscar Tabarez, kom sóknarmanni sínum til varnar.

„Ég mun aldrei gagnrýna þessa leikmenn, sérstaklega leikmenn sem gefið hafa úrgvæskum fótbolta svo mikið," sagði Tabarez við blaðamenn eftir leikinn.

„Ég veit ekki hvað gerðist hjá Suarez í dag. Þetta gerist, þú átt ekki alltaf þinn besta dag. Messi, Pele og Maradona hafa allir átt slæma daga. Ég hef engar áhyggjur,"

Næsti leikur Úrúgvæ á HM er við Sádí-Arabíu næsta miðvikudag. Það er kjörinn leikur fyrir Suarez að gera betur í.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner