fös 15. júní 2018 17:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Nígeríumönnum bannað að taka hænur á völlinn
Stuðningsmenn Nígeríu eru mjög hressir.
Stuðningsmenn Nígeríu eru mjög hressir.
Mynd: Getty Images
Aðdáendum Nígeríu hefur verið bannað að taka mér sér lukkuhænsni á völlinn þegar landslið þeirra mætir Króatíu í D-riðli okkar Íslendinga á laugardaginn.

Stuðningsmenn Nígeríu trúa því að sú hefð að taka mér sér hænur á völlinn gefi liðinu heppni. Rússnesk stjórnvöld eru ekki alveg tilbúinn að taka þátt í þessu og hefur bannað þeim að mæta á völlinn með hænurnar.

Stuðningsmönnum Nígeríu var einnig bannað að taka hænur með sér á völlinn á Heimsmeistaramótinu árið 2010 í Suður Afríku.

Ísland mætir Nígeríu þann 22. júní næstkomandi í Volgograd, það verða því engar hænur þar heldur. Kemur það svo sem engum sérstaklega á óvart þar sem örryggisgæslan á mótinu er mikil.
Athugasemdir
banner
banner
banner