Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 15. júní 2018 17:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC | Reuters 
Ronaldo í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi
Greiðir 18,8 milljónir evra í sekt
Ronaldo er að fara að spila með Portúgal á Heimsmeistaramótinu í kvöld.
Ronaldo er að fara að spila með Portúgal á Heimsmeistaramótinu í kvöld.
Mynd: Getty Images
Áreiðanlegir fjölmiðlar eins og BBC og Reuters greina frá því í kvöld að Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, hafi samþykkt að greiða skattayfirvöldum á Spáni 18,8 milljónir evra í sekt vegna skattsvika. Ronaldo var einnig dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi.

Ronaldo var sakaður um að hafa svikið yfir 13 milljónir punda undan skatti á árunum 2011 til 2014.

Sagt var að hann hafi leynt innkomu af ímyndarrétt sínum, en Ronaldo hefur ávallt neitað sök.

Ronaldo þarf ekki að sitja í fangelsi þar sem lög á Spáni kveða um að ef þú brýtur af þér í fyrsta skipti og dómurinn er undir tveimur árum þá er hann skilorðsbundinn.

Ronaldo er ekki fyrsti fótboltamaðurinn á Spáni sem kemst í kast við lögin, við skattayfirvöld. Félagi hans, Lionel Messi var m.a. árið 2016 dæmdur í tæplega tveggja ára fangelsi.

Ronaldo fer í kvöld fyrir liði Portúgals gegn Spáni í kvöld. Leikurinn hefst 18:00. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner