Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 15. júní 2018 16:49
Magnús Már Einarsson
Sampaoli: Messi er spenntur
Ísland - Argentína á morgun
Icelandair
Hvað gerir Messi á morgun?
Hvað gerir Messi á morgun?
Mynd: Getty Images
Jorge Sampaoli, landsliðsþjálfari Argentínu, var mikið spurður út í Lionel Messi á fréttamannafundi fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun.

Af mörgum stjörnum í liði Argentínu er Messi sú langstærsta og margir vilja meina að gengi landsliðsins standi og falli með frammistöðu hans.

„Messi er spenntur og í mjög góðu standi. Hann er mjög vel undirbúinn. Hann hlakkar til að spila á HM og vonast til að ná að uppfylla draum sinn," sagði Sampaoli.

Messi verður 31 árs gamall í næstu viku en Sampaoli segir að hann verði líka mættur á HM í Katar árið 2022.

„Ég tel að þetta eigi ekki að vera síðasta HM Messi. Hann er snillingur. Ég held að þetta verði ekki síðasta mótið hans."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner