Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 15. júní 2018 16:21
Magnús Már Einarsson
Sampaoli: Verður mjög erfiður leikur gegn Íslandi
Icelandair
Jorge Sampaoli.
Jorge Sampaoli.
Mynd: Getty Images
Jorge Sampaoli, landsliðsþjálfari Argentínu, segist ekki bera vanvirðingu fyrir liði Íslands með því að tilkynna byrjunarliðið fyrir leik morgundagsins á fréttamannafundi í dag.

Hörður Snævar Jónsson hjá 433.is náði að spyrja Sampaoli út í málið á fréttamannafundi nú rétt í þessu. Hörður spurði hvort að þetta væri þar sem Argentína óttaðist ekki Ísland.


„Nei. Ástæðan fyrir því að við völdum liðið svona snemma er að við vissum þegar á miðvikudag hvað við vildum gera. Við erum tilbúnir og höfum látið byrjunarliðið æfa saman. Ég hef enga trú á því að fela slíkar upplýsingar," sagði Sampaoli.

Sampaoli var einnig spurður út í íslenska landsliðið og hvað hann veit um það.

„Mikilvægasti leikmaður þeirra er að jafna sig, fyrirliðinn (Aron Einar Gunnarsson). Þeir spila mjög vel saman sem lið. Ég er viss um að þetta verður mjög erfiður leikur og að það verður erfitt að skapa færi því þeir eru þéttir og góðir í skyndisóknum. Við erum búnir að undirbúa þennan leik lengi því við töldum að Ísland gæti verið erfiður andstæðingur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner