Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA var að vonum ekki sáttur með 4-2 tap sinna manna á heimavelli gegn KA nú í kvöld. ÍA sitja samt enn í 2.sætinu og munu sennilega ríghalda í það eitthvað áfram.
,,Ég er ekki sáttur, bæði það að tapa þriðja leiknum á heimavelli í fyrri umferðinni og það að fá fjögur mörk á sig á heimavelli er óásættanlegt, það er bara þannig," sagði Gunnlaugur í samtali við Fótbolta.net.
,,Mörkin eru af ódýrari taginu sem við fáum á okkur, mörkin sem slík, þetta er bara varnarleikur liðsins, vörnin var ekki nógu góð. En þó verð ég að hrósa liðinu, svona 10.mínútum áður en við fáum 4 markið á okkur gerðum við harða atlögu að þeirra marki," sagði Gulli.
,,Því miður, við nýttum ekki okkar færi sem við fengum og þeir settu þetta fjórða mark. Ég er ekki sáttur heilt yfir með leikinn, það voru ágætis kaflar í honum, við hefðum mátt skapa okkur fleiri færi í fyrri hálfleik. Ég er hundfúll eftir þetta."
,,Seinni umferðin öll eftir, þetta er gríðarlega jöfn deild, við þurfum bara að taka okkur saman í andlitinu. Það er bara næsti leikur á Selfossi," sagði Gunnlaugur að lokum.
Athugasemdir