Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 15. júlí 2015 16:25
Elvar Geir Magnússon
Ólafur Þórðarson rekinn frá Víkingi (Staðfest)
Útlit fyrir að Milos verði einn við stjórnvölinn
Ólafur Þórðarson og Milos Milojevic.
Ólafur Þórðarson og Milos Milojevic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Þórðarson er hættur sem þjálfari Víkings en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu nú rétt í þessu.

Milos Milojevic sem verið hefur aðalþjálfari við hlið Ólafs virðist miðað við tilkynninguna vera einn áfram við stjórnvölinn.

Milos var yfirþjálfari yngri flokka Víkings áður en hann gerðist aðstoðarmaður Ólafs sumarið 2013. Í fyrra var hann svo hækkaður upp í að vera aðalþjálfari við hlið Ólafs eins og tíðkast hjá íslenska landsliðinu og víðar.

Fréttatilkynning frá Víkingi
Í ljósi árangurs úrvalsdeildarliðs Víkings á yfirstandandi leiktímabili hefur stjórn knattspyrnudeildar félagsins farið þess á leit við Ólaf Þórðarson að hann láti af störfum sem þjálfari liðsins. Hefur Ólafur fallist á þessa beiðni með hagsmuni félagsins að leiðarljósi og úr er samkomulag um að hann láti af störfum frá og með deginum í dag 15. júlí 2015.

Ólafur Þórðarson tók við sem þjálfari Víkings í október 2011 og kom liðinu upp í úrvalsdeild árið eftir. Síðastliðið sumar náði Ólafur framúrskarandi árangri með Víkingsliðið þegar hann stýrði liðinu til 4. sætis í úrvalsdeildinni og tryggði þar með félaginu Evrópusæti í fyrsta skipti í 23 ár. Það er því með trega sem sú ákvörðun er tekin að slíta þessu samstarfi.

Knattspyrnudeild Víkings þakkar Ólafi fyrir vel unnin störf og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.



Athugasemdir
banner
banner