Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 15. júlí 2017 10:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Daði: Gylfi sendi mér skilaboð
Jón Daði er mættur til Reading.
Jón Daði er mættur til Reading.
Mynd: Heimasíða Reading
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn, Jón Daði Böðvarsson, gekk í gær í raðir enska liðsins Reading frá Wolves.

Jón Daði skrifaði undir þriggja ára samning við Reading en hann verður í treyju númer 23 hjá liðinu.

Hann er fimmti íslenski leikmaðurinn sem spilar með Reading. Hinir voru Brynjar Björn Gunnarsson, Ívar Ingimarsson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson og auðvitað Gylfi Þór Sigurðsson.

„Þetta eru allt frábærir leikmenn," sagði Jón Daði í viðtali á heimasíðu Reading þegar hann var spurður út í Íslendingana. „Ég þekki Gylfa, ég spila með honum í landsliðinu, frábær leikmaður og góð manneskja líka. Það er gott að vita að hér hafa Íslendinga spilað vel og ég vonast til að gera það líka," sagði Jón.

Gylfi sendi Jóni skilaboð og óskaði honum til hamingju.

„Gylfi sendi mér skilaboð og sagði að það væri góð ákvörðun fyrir mig að koma hingað, þannig að ég er viss um að ég hafi tekið góða ákvörðun," sagði Jón enn fremur.

Hann er ánægður með að vera kominn til Reading, en félagið var hársbreidd frá því að komast upp í ensku úrvalsdeildina í vor en liðið tapaði gegn Huddersfield í vítaspyrnukeppni í úrslitum umspils.

„Auðvitað er Reading risa stórt félag á Englandi. Ég fylgdist með þeim á síðasta tímabili og það var ótrúlegt."

„Ég hlakka til að hitta leikmennina, þjálfaraliðið og alla. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu og mér líður vel."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner