Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 15. júlí 2017 19:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Ingólfur ósáttur - Ýtti þjálfaranum og braut brúsa
Ingólfur var pirraður.
Ingólfur var pirraður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Athyglisvert atvik átti sér stað í fallbaráttuslag Gróttu og Leiknis F. í Inkasso-deildinni í dag.

Grótta vann leikinn örugglega 3-0 og reif sig upp úr botnsætinu.

Þrátt fyrir það var Ingólfur Sigurðsson, leikmaður liðsins, eitthvað pirraður þegar hann var tekinn af velli.

Í stöðunni 2-0, á 76. mínútu, ákvað Þórhallur Dan Jóhannsson, þjálfari Gróttu, að taka Ingólf að velli.

Ingólfur var ekki sáttur með ákvörðunina og ýtti Þórhalli áður en hann kastaði brúsa í jörðina, en brúsinn brotnaði.

Myndband af þessu má sjá hér að neðan.





Athugasemdir
banner
banner