Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 15. ágúst 2014 21:02
Arnar Daði Arnarsson
1. deild: BÍ/Bolungarvík snéri við taflinu manni færri
Andri Rúnar tryggði BÍ/Bol sigur á Haukum.
Andri Rúnar tryggði BÍ/Bol sigur á Haukum.
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Heil umferð fór fram í 1. deild karla í kvöld. Leiknismenn unnu KA fyrr í dag og nú rétt í þessu var þremur leikjum að ljúka.

BÍ/Bolungarvík lenti tvisvar sinnum undir gegn Haukum í fallbaráttuslag en snéri við taflinu, einum manni færri og uppskar 3-2 sigur. Selfoss gerði góða ferð norður til Sauðárkróks og vann þar 2-0 sigur með tveimur mörkum skoruðum í fyrri hálfleik.

Í Laugardalnum fór Þorsteinn Már Ragnarsson, fyrir sínum mönnum í Víking Ólafsvík sem unnu Þróttara 3-1. Þorsteinn Már skoraði þar tvö mörk, það fyrsta eftir 40 sekúndna leik.

BÍ/Bolungarvík 3 - 2 Haukar
0-1 Aron Jóhannsson
1-1 Agnar Darri Sverrisson
1-2 Brynjar Benediktsson
2-2 Orlando Esteban Bayona
3-2 Andri Rúnar Bjarnason
Rautt: Agnar Darri Sverrisson

Þróttur R. 1 - 3 Víkingur Ó.
0-1 Þorsteinn Már Ragnarsson
0-2 Joseph Thomas Spivack
1-2 Hilmar Ástþórsson
1-3 Þorsteinn Már Ragnarsson

Tindastóll 0 - 2 Selfoss
0-1 Elton Renato Livramento Barros
0-2 Andri Björn Sigurðsson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner